„Við erum að endurnýja allan ljósabúnað bæði úti og inni í kirkjuskipinu, þannig að það er mikið undir,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju en þar verður byggingin nú nútímavædd með LED-lýsingu.
„Það verður alveg gríðarlegur munur að hafa kirkjuna vel upplýsta. Þetta er auðvitað mikilvægur staður í borginni og verður að vera í lagi.“ Framkvæmdirnar séu vissulega kostnaðarsamar en gríðarlega mikilvægar. Ljósabúnaðurinn hafi verið kominn til ára sinna og lýsingin döpur.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.