Dauðans della að Danir hafi verið fyrstir

Þrátt fyrir að lakkrís hafi fyrst komið til landsins fyrir …
Þrátt fyrir að lakkrís hafi fyrst komið til landsins fyrir tilstilli Dana þá voru það Íslendingar sem eiga heiðurinn af súkkulaði og lakkrísblöndunni, segir Snorri Páll. mbl.is/Brynjar Gauti

Full­yrðing­ar danska lakk­rís­fram­leiðand­ans Johans Bülow um að hug­mynd­in að súkkulaðihjúpuðum lakk­rís hafi komið frá hon­um, eru „dauðans della“, að sögn fram­kvæmda­stjóra sæl­gæt­is­fram­leiðand­ans Kólus.

Seg­ir hann að Kúlu-súkk frá Kólus og Draum­ur frá sæl­gæt­is­gerðinni Freyju, hafi komið á markað fyr­ir rúm­um 30 árum og fyr­ir það hafi Íslend­ing­ar sjálf­ir verið að vefja lakk­r­ís­lengj­um utan um súkkulaðistang­ir og gætt sér á því. 

Þrátt fyr­ir að lakk­rís hafi upp­runa­lega komið til Íslands frá Dan­mörku þá hafi það verið Íslend­ing­ar sem fyrst­ir hófu fram­leiðslu á súkkulaðihjúpuðum lakk­rís­kúl­um.

Tóm þvæla

„Jón Kjart­ans­son [stofn­andi Kólus] byrjaði að fram­leiða þess­ar kúl­ur löngu áður en nokk­ur ann­ar gerði það í heim­in­um. Það eru svo hinir og þess­ir að eigna sér af­rek annarra – ef það má kalla það af­rek. En þetta er al­veg klár­lega tóm þvæla sem þeir að halda fram. Það fer ekk­ert á milli mála,“ seg­ir Snorri Páll Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Kólus í sam­tali við mbl.is

Á vefsíðu lakk­rís­fram­leiðand­ans Bülow er því haldið fram að Joh­an Bülow hafi fengið þá upp­runa­legu hug­mynd að hjúpa lakk­rís með súkkulaði. Hann hafi síðar þróað þessa hug­mynd áfram árið 2009 með aðstoð fram­leiðslu­stjór­ans Tage, þrátt fyr­ir efa­semd­ir fólks.

„Fólk var í fyrstu með efa­semd­ir um hug­mynd­ina en vin­sæla var­an leit brátt dags­ins ljós,“ seg­ir í lýs­ingu á vefsíðu lakk­rís­fram­leiðand­ans við súkkulaðihjúpaða lakk­rís­inn.

Alltaf ein­hver að herma

„Þetta er bara eins og er sagt á ís­lensku – dauðans della,“ seg­ir Snorri Páll, spurður út í frá­sögn danska lakk­rís­fram­leiðand­ans sem birt­ist á vefsíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

„Svona er þetta bara 370 þúsund manna sam­fé­lag og það er alltaf ein­hver sem er að herma eft­ir því sem aðrir hafa verið að gera. Við lít­um svo á að það hafi verið hermt eft­ir okk­ar vöru.“

Þá ger­ir Snorri Páll einnig at­huga­semd við að danska lakk­rís­fyr­ir­tækið segi lakk­rís­inn vera gæða vöru. Lakk­rís eigi að vera fram­leidd­ur úr hveiti en danska fyr­ir­tækið fram­leiði hann úr hrís­sterkju, meðal ann­ars til að flýta fyr­ir fram­leiðslu­ferl­inu og til að geta kallað hann „glút­ein laus­an“. Þannig sé þetta allt önn­ur vara sem Snorri tel­ur að ís­lensku lakk­rísþjóðinni líki síður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert