Ekki þráðbein áhrif til Íslands

Berglind Rán Ólafsdóttir.
Berglind Rán Ólafsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Vissulega hefur margt verið í gangi í löndunum í kringum okkur, miklar hækkanir á orkuverði og í raun bara orkukrísa,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, er Morgunblaðið spyr hana út í hugsanlegar verðsveiflur á íslenskum orkuvettvangi.

Fjallað var um svimandi hækkanir orkuverðs í Evrópu í blaðinu í fyrradag og því meðal annars slegið fram að tíu mínútna sturtuferð í Ósló í Noregi kostaði orðið 625 krónur. „Mér þykir ólíklegt að þetta hafi áhrif á Íslandi til skemmri tíma,“ heldur Berglind Rán áfram, „en það hlýtur að velta á því hve lengi þetta ástand varir í Evrópu,“ segir hún og bætir því við að langvarandi nauð í orkumálum meginlandsins sé líklegri til að skila sér hingað.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert