Greiddi hvorki virðisauka né staðgreiðslu

Embætti héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mbl.is/Hjörtur

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri einkahlutafélags sem var í hans eigu og hann stýrði. Var hann ákærður fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu félagsins frá fyrri hluta ársins 2018 fram til janúar 2019.

Samkvæmt ákæru er maðurinn sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 11,6 milljónir og fyrir að hafa ekki greitt staðgreiðslu af launum starfsmanna félagsins upp á samtals 29,5 milljónir. Samtals skuldar maðurinn því rúmlega 41 milljón krónur.

Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar fyrir brot sín og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert