Hildur Jóhannsdóttir, kennslustjóri sértækra námserfiðleika og framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla, hefur verið ráðin fjarnámsstjóri skólans, að því er kemur fram í tilkynningu.
Þar segir að Hildur hafi starfað sem framhaldsskólakennari frá árinu 2003 og sinnt stöðu kennslustjóra sértækra námserfiðleika frá árinu 2012.
Hildur lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1990, BA í sálfræði við HÍ árið 1996 og diplómanámi í HÍ til kennsluréttinda í framhaldsskólum árið 2003