Hiti gæti náð 17 stigum

Hiti gæti náð 17 stigum á Suðurlandinu í dag.
Hiti gæti náð 17 stigum á Suðurlandinu í dag. Kort/mbl.is

Í dag er spáð norðan og norðaustan 8-15 m/s um landið vestanvert en annars er spáð hægari vindátt. Kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands að sums staðar verði strekkingur en að það muni lægja með kvöldinu.

Um landið austanvert er spáð vætu en bjartviðri suðvestantil.

Þá segir að hiti gæti náð 15 til 17 stigum á Suðurlandi en að svalast verði á norðanverðum Vestfjörðum og austantil á Norðvesturlandi en þar mun hitinn vart ná 10 gráðum í dag.

„Síðan er útlit fyrir hæglætisveður næstu daga þar á eftir og milt að deginum. Víða þurrt en sums staðar gæti orðið vart við nokkra dropa,“ segir í hugleiðingunum.

Veður á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert