Sandra ráðin vefstjóri Póstsins

Sandra Ósk Sigurðardóttir.
Sandra Ósk Sigurðardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Sandra Ósk Sigurðardóttir hefur tekið við stöðu vefstjóra hjá Póstinum. Hún kemur til með að hafa yfirumsjón með stefnu vefþróunar og leiða verkefni sem tengjast stafrænni upplifun og þjónustu við viðskiptavini.

Sandra kemur til Póstsins frá PLAY þar sem hún gegndi stöðu forstöðumanns stafrænnar þróunar. Áður starfaði hún sem vefstjóri WOW air og Primera Air. Sandra er með B.Sc. í viðskiptafræði og hefur víðtæka reynslu af stefnumótun og stjórnun stafrænna verkefna, að því er segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert