Þekkt blússöngkona á Patró

Gítarleikarinn kunni Björn Thoroddsen ásamt blúsbandi sínu á hátíðinni í …
Gítarleikarinn kunni Björn Thoroddsen ásamt blúsbandi sínu á hátíðinni í fyrra.

Konum verður gert hátt undir höfði á blúshátíðinni á Patreksfirði, Blús milli fjalls og fjöru, sem fram fer um helgina. 

Hátíðin fagnar nú tíu ára afmæli og mun vel þekkt söngkona í blúsheiminum Karen Lovely koma frá Bandaríkjunum og troða upp ásamt gítarleikaranum Mark Bowden. Lovely hefur á ferlinum verið tilnefnd til fjölda verðlauna og unnið átta verðlaun frá árinu 2010. Þar á meðal bluessinger of the year tvisvar, og performer of the year tvisvar. Lovely hefur áður komið til Íslands og söng þá á blúshátíð í Reykjavík. 

Hátíðin er haldin í félagsheimilinu á Patreksfirði og hófst í dag en heldur áfram á morgun. 

Karen Lovely er ekki eina konan sem kemur fram á hátíðinni sem ekki er íslensk því færeyska söngkonan Kristina Bærentsen leikur einnig ásamt hljómsveit sinni. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert