Brutust inn í húsbíl og héldu þar til

Ljósmyndin tengist ekki efni fréttar.
Ljósmyndin tengist ekki efni fréttar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt tvo menn sem höfðu brotist inn í húsbíl.

Mennirnir héldu til í húsbílnum og höfðu þar að auki skemmt farartækið.

Í dagbók lögreglu kemur fram að tjónið hafi verið umtalsvert og að báðir mennirnir hafi verið handteknir á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert