Taka ekki fýl í haust

Hefð er fyrir veiðum á fýlsungum.
Hefð er fyrir veiðum á fýlsungum. mbl.is/Jónas Erlendsson

Mýrdælingar hafa farið sér hægt í fýlaveiðum í haust af ótta við fuglaflensuna og sumir taka engan fýl að þessu sinni. Bóndi gagnrýnir að ekki fáist upplýsingar frá Matvælastofnun um niðurstöður greiningar á dauðum fuglum sem þangað hafi verið sendir. Ekki hefur greinst fuglaflensa í fýl hér á landi, samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar.

Hefðbundið er að landeigendur í Mýrdal og víðar nytji fýlinn. Ungarnir eru teknir og soðnir nýir eða saltaðir.

Aðalveiðitíminn er um þessar mundir og ættu veiðar að ná hámarki um helgina, ef allt væri eðlilegt. Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal, segir að á þeim bæ verði enginn fýll tekinn í ár vegna fuglaflensunnar. Það eigi við um fleiri. Hann segir að mikið hafi sést af dauðum fugli. 

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert