Tíu ára krakkar stríði ekki svona

María hvetur fólk til að fylgjast með hjólum sínum og …
María hvetur fólk til að fylgjast með hjólum sínum og barna sinna. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Eldri dóttir mín tekur eftir því þegar hún er á leið í skólann að dekk hjólsins er eitthvað skrítið. Tekur hún í hjólið og þá eru bæði dekkin laus.“

Þetta segir María Ericsdóttir en hún vakti athygli á því að átt hefði við hjól yngri dóttur sinnar í Facebook-hópi íbúa í hverfi 108 í Reykjavík í gær.

Hefði geta farið illa

Að sögn Maríu tók eldri dóttir hennar eftir því að hjólið var eitthvað skrítið um hálftíma áður en sú yngri átti að fara á því í skólann. Telur María að illa hefði getað farið hefði hún ekki komið auga á þetta, en yngri dóttir hennar þarf að fara yfir Réttarholtsveginn til að komast í skólann.

„Hún hefði getað byrjað að hjóla á hjólinu og svo hefði kannski annað dekkið dottið af. Það er mikil umferð á Réttarholtsveginum á morgnana þannig að þetta hefði geta farið mjög illa.“

María segir að hjólið sé alltaf læst í grindverk fyrir framan heimili fjölskyldunnar. Telur hún að sá sem hafi ekki átt við hjólið hafi viljandi átt við hjól dóttur hennar.

„Ég setti þetta á hverfagrúbbuna til þess að fólk myndi kannski aðeins kíkja á hjólin á hjólinu. Hún er tíu ára, og ég trúi því ekki tíu ára krakkar séu að stríða öðrum tíu ára krökkum svona.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert