Búast má við hægri breytilegri átt í dag, en austan golu eða kalda syðst á landinu. Hiti verður á bilinu 8 til 14 stig en gæti náð 18 gráðum norðanlands. Skýjað verður með köflum en allvíða létt skýjað fyrir norðan.
Á morgun má áfram búast við hægum vindi og bjartviðri víða en þó eru allvíða líkur á þokubökkum við ströndina eins en milt loft liggur yfir landinu. Þá verður hiti á bilinu 10 til 19 gráður, hlýjast inn til landsins.