Kalla þurfti á aðstoð lögreglu, björgunarsveitar og sjúkraflutningamanna þegar kona féll rúma fjóra metra niður í sprungu og lenti á botni hennar í Grjótagjá í Mývatnssveit í gær.
Frá þessu er greint í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Þar segir einnig að konan hafi verið flutt á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar en hún var allnokkuð slösuð.