Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórar tilkynningar í gærkvöldi þar sem hugsanlegt er að einstaklingum hafi verið byrlað ólyfjan.
Blóðsýni voru tekin úr öllum til að staðfesta hvort um byrlun hafi verið að ræða og hafa málin öll verið tekin til rannsóknar.
Í dagbók lögreglu höfuðborgarsvæðisins, þar sem þetta kemur m.a. fram, segir að mikil ölvun hafi verið í miðbæ Reykjavíkur og í gær og að talsverður erill hafi verið hjá lögreglu.
Segir þar einnig að það virðist vera eins og verkefnum sé að fjölga um helgar.