Kannaði uppruna „Vrúmm“ og „Garg“

Spánverjinn Fabio Teixidó kom til Íslands árið 2008 og líkaði …
Spánverjinn Fabio Teixidó kom til Íslands árið 2008 og líkaði vel enda er hann nú búsettur hérlendis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fabio Teixidó lauk nýlega meistaranámi í íslensku og verður seint sakaður um hjarðhegðun í vali á viðfangsefni fyrir lokaritgerðina. Fabio fjallaði þar um hljóðgervinga, myndhljóð og hljóðtáknun í íslenskum teiknimyndasögum.

Fabio lagði á sig mikla rannsóknarvinnu með því að grúska í teiknimyndablöðum, gömlum dagblöðum og tímaritum. 

„Mig langaði að safna hljóðgervingum á íslensku sem birtast í teiknimyndasögum og ég held að þetta sé fyrsta verkið um þetta efni á íslensku. Ég safnaði um það bil 450 hljóðgervingum og skoðaði teiknimyndasögur af ýmsu tagi eftir mismunandi rithöfunda. Þær voru gefnar út á Íslandi frá 1965 til 2017 og ég skoðaði því alls konar efni. Til dæmis teiknimyndasögur sem birtust í dagblöðum eins og Sigga Vigga í Morgunblaðinu svo ég taki dæmi. Einnig voru teiknimyndasögur tímaritum og ég kynnti mér einnig myndasögubækur eins og eftir Hugleik Dagsson.“ 

Rætt er við Fabio Teixidó í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert