Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir gráum jepplingi af gerðinni Kia Sportage með númeraplötuna UL-G00.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Ekki er tekið fram hvers vegna leitað er að bifreiðinni.
Síðast er vitað um ferðir bifreiðarinnar á Breiðholtsbraut við Ögurhvarf um kl. 20 í gærkvöldi.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um bifreiðina eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.