Lögreglan á Akureyri handtók mann í gær eftir að hann otaði hnífi að viðskiptavinum og starfsfólki veitingastaðar um miðjan dag.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að hann hafi einnig gerst sekur um hótanir, rán og vopnalagabrot.
Hann var í annarlegu ástandi og var látinn gista í fangageymslu í nótt. Hann er nú nýlega laus eftir yfirheyrslu.