Peysan hennar ömmu innblástur

Linda Björk er alltaf með eitthvað á prjónunum. Hún hannar …
Linda Björk er alltaf með eitthvað á prjónunum. Hún hannar nú sjálf uppskriftir og selur á netinu og veit fátt skemmtilegra. mbl.is/Ásdís

Hún kunni varla að fitja upp þegar vinkona hennar henti til hennar prjónum og dokku fyrir meira en áratug. Linda Björk varð strax hugfangin og heldur nú úti heimasíðu þar sem hún selur eigin uppskriftir. 

Peysa sem Linda klæddist sem barn var henni innblástur að ’79-peysunni.

„Amma prjónaði peysuna þegar ég var sex ára árið 1979. Hún var fjólublá og ég man hvað mér þótti hún falleg. Hún prjónaði eins á sig þannig að við vorum í stíl. Ég á því miður ekki peysuna í dag en ég á mynd af mér í henni. Ég rýndi í myndina og fletti upp í minninu og úr varð uppskrift að peysu sem heitir ’79-peysan,“ segir Linda.

Þessi fallega peysa er í anda gömlu peysunnar og heitir …
Þessi fallega peysa er í anda gömlu peysunnar og heitir ’79. Ljósmynd/Katrín Björk

„Ég skrifa og gef út prjónauppskriftir ánægjunnar vegna og ég er svo ótrúlega þakklát fyrir það að fólk vilji prjóna eftir uppskriftunum mínum,“ segir hún, og bætir við: „Ég legg mig fram um að uppskriftirnar séu fyrir alla, auðskildar og hvetjandi fyrir byrjendur en á sama tíma spennandi fyrir lengra komna.“

Ítarlegt viðtal við Lindu Björk er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert