Íslenskur tippari vann 13 milljónir króna í gær eftir að hafa reynst sannspár um alla 13 leikina á Enska getraunaseðlinum. Hann var einn af þrettán sem tókst það og fengu hinir tólf, sem allir komu frá Svíþjóð, einnig 13 milljónir í sinn hlut.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskum getraunum.
Þá var íslenski tipparinn einnig með 5 raðir með 12 réttum, 37 raðir með 11 réttum og 186 raðir með 10 réttum og fær því 1 milljón króna til viðbótar í aukavinninga eða samtals 14 milljónir króna.