Vöruflutningabíll Eimskips valt rétt við afleggjarann hjá Waldorfskóla í Lækjarbotnalandi í Kópavogi nú um fjögurleyti. Enginn slasaðist.
Lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbílar eru á staðnum.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu varð olíuleki á bílnum. Er nú unnið að því að stöðva lekann.
Heilbrigðiseftirlitið hefur verið látið vita af málinu.