Formaður ADHD-samtakanna segir þekkingu skorta til að skera úr um hvað aukin notkun ADHD-lyfja þýði þar sem bæði skorti rannsóknir og upplýsingar um greiningar. Notkun lyfjanna jókst um rúm 19 prósent á milli áranna 2020 og 2021.
„Þarna kristallast auðvitað helsti vandinn, sem við erum búin að vera að tala um í áratug: Það skortir allar rannsóknir og þekkingu á því sem raunverulega er að gerast. Við þurfum að setja peninga í rannsóknir, bæði hér á landi og sameiginlegar með öðrum þjóðum,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður samtakanna.
„Er ADHD algengara hér á landi en annars staðar? Er ADHD algengara en fólk almennt viðurkennir í hinum vestræna heimi og víðar?“ Allt séu þetta spurningar sem frekari rannsóknir gætu varpað ljósi á.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.