Eldur kom upp á svölum íbúðar við Kvíslartungu í Mosfellsbæ nú síðdegis.
Reyk lagði frá íbúðinni og var slökkviliðið kallað út vegna málsins.
Slökkviliðsmaður á vakt staðfestir við mbl.is að þegar væri búið að slökkva eldinn, en kvaðst að svo stöddu ekki geta upplýst frekar um málið.