Gjöreyðilagður bíll eftir eld í nótt

Bíllinn gjöreyðilagðist.
Bíllinn gjöreyðilagðist. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kviknaði í bíl sem stóð við Gerplustræti í Mosfellsbæ um klukkan hálf þrjú í nótt. Um töluverðan eld var að ræða en að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk vel að ráða niðurlögum hans.

Bíllinn gjöreyðilagðist í brunanum en ekki varð tjón á öðrum bílum eða annað eignatjón.

Ekki er er vitað um eldsupptök að svo stöddu en lögreglan fer með rannsókn málsins.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert