Heitavatnslaust á Nesinu

Lokað verður fyrir heita vatnið á öllu Seltjarnarnesi á morgun.
Lokað verður fyrir heita vatnið á öllu Seltjarnarnesi á morgun. Ljósmynd/Heimasíða Seltjarnarness

Heitavatnslaust hefur verið á Seltjarnarnesi fram eftir degi eftir tímabundið rafmagnsleysi. Er vatnið sums staðar enn ekki komið á samkvæmt því sem íbúar, sem hafa haft samband við mbl.is, segja.

„Jáverk er að byggja hverfi út frá Gróttu. Verktakarnir grófu í sundur einn háspennustreng og olli það rafmagnsleysi í um einn klukkutíma í dag,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Vonast hann til að heita vatnið verði komið aftur á í kvöld.

Á morgun þarf svo aftur að loka fyrir vatnið á öllu Seltjarnarnesi vegna bilunar í stofnæð. Verður lokað frá klukkan 8 og fram eftir degi að því er segir í tilkynningu frá Hitaveitu Seltjarnarness.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert