Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að vilji sé hjá ráðuneytinu til að efla liðsheild og samstarf lögreglunnar um allt land. Grunnhugsunin sé að styrkja löggæsluna og viðbragð á hverjum stað. Því sé unnið að því að fjölga menntuðum lögreglumönnum.
„Þessi þörf er ekki síst brýn þegar við horfum á ógnvekjandi þróun í skipulagðri brotastarfsemi sem teygir anga sína um allan heim. Ísland er ekki undanþegið eða verndað frá einu eða neinu í þeim efnum. Við erum skotmark þar eins og öll önnur vel megandi og efnuð samfélög,“ segir Jón.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.