Söfnun er hafin fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar, árásarmanns í skotárásinni á Blönduósi 21. ágúst.
„Fjölskylda Brynjars Þórs gengur nú í gegnum erfiðleika sem orð fá ekki lýst þar sem þau harma þann skelfilega atburð sem átti sér stað á Blönduósi 21. ágúst, á sama tíma og þau syrgja ástkæran son, föður og bróður,“ segir í tilkynningu vegna söfnunarinnar.
Þau sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning á nafni Helgu Sólveigar, móður Brynjars. Reikningsnúmerið er 0307-26-101120 og kennitalan er 111161-3219.