Spáð 20 stiga hita í dag

Kort/mbl.is

Spáð er mildu og rólegu veðri næstu daga. Kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á veðurstofu Íslands að hiti verði á bilinu 11 til 20 stig yfir daginn og að hlýjast verði í uppsveitum á Suðurlandi.

Þá er spáð hægri breytilegri átt en austan 5-10 m/s syðst á landinu. Víða verður léttskýjað, en sums staðar þokubakkar við ströndina.

Á morgun er spáð svipuðu veðri, hægum vindi og víða verður bjart en líklega verður þoka heldur ágengari við norður- og austurströndina.

Veður á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert