Steypubíll er fastur í Hvalfjarðargöngunum og hefur óhappið valdið einhverjum töfum á umferð.
Steypubíllinn var á leið norður og hefur lokað fyrir aðra akreinina í göngunum, en samkvæmt upplýsingum sem mbl.is barst hafa aðrir bílar í norðurátt getað tekið fram úr steypubílnum.
Ekki hafa fengist upplýsingar frá lögreglu um málið.