Áframhaldandi blíðviðri í dag

Búast má við blíðviðri í dag.
Búast má við blíðviðri í dag. Kort/mbl.is

Í dag er spáð áframhaldandi blíðviðri og verður bjart og hlýtt að því er kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Spáð er 10 til 20 stiga hita en hlýjast inn til landsins. Þá verður hæg breytileg átt, en austan 3-10 m/s syðst á landinu. Víða verður léttskýjað en búast má við þokulofti við norður- og austurströndina.

Það verður heldur meira skýjað þegar fer að líða á vikuna og á morgun má búast við lítilsháttar vætu suðaustan til.

Þá fer að rigna vestast á fimmtudag og spáð er talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands á föstudag. Snýst síðan líklega í norðanátt um helgina og kólnar þá heldur fyrir norðan.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert