Verulega hefur dregið úr spurn eftir bankahólfum. Bankarnir hafa brugðist við því með fækkun bankahólfa. Þessi þróun þykir vera í takti við breytta bankaþjónustu. Verðmæt skjöl, eins og t.d. hlutabréf, eru orðin rafræn og geymd þannig.
Arion banki leigir út bankahólf í útibúi sínu í Borgartúni 19 og er það eina útibú bankans með bankahólf. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi bankans, segir að bankahólfum hafi verið lokað í öðrum útibúum.
Ekki er lengur hægt að leigja ný bankahólf hjá Íslandsbanka á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Eddu Hermannsdóttur, upplýsingafulltrúa. Þá segir í skriflegu svari frá Landsbankanum að spurn eftir nýjum bankahólfum sé nánast engin.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.