„Ég man ekki eftir öðru eins“

Maðurinn sem slasaðist er reyndur veiðimaður.
Maðurinn sem slasaðist er reyndur veiðimaður. mbl.is/Einar Falur

Er­lend­ur maður sem var hluti af um 14 manna hóp veiðimanna var flutt­ur á slysa­deild eft­ir að hafa orðið fyr­ir raf­losti á ell­efta tím­an­um í morg­un við Eystri-Rangá. 

Gunn­ar Guðjóns­son, yf­ir­leiðsögumaður á svæðinu, seg­ir í sam­tali við mbl.is að um sé að ræða vana veiðimenn sem hafi veitt margoft í ánni áður, en þeir voru með öðrum leiðsögu­manni á staðnum þegar slysið varð.

Gunn­ar seg­ir aðspurður að við efri hluta ár­inn­ar fari raf­magns­lín­ur yfir ána á nokkr­um stöðum. En hann tek­ur fram að þarna hafi ein­fald­lega verið um slys að ræða. 

Topp­ur­inn rakst í lín­una

„Ég hef al­veg orðið vitni að því að menn hafa kastað ein­hverju í raf­magns­lín­ur, en það ger­ist ekk­ert þá,“ seg­ir Gunn­ar í sam­tali við mbl.is. Hann bæt­ir við að þarna hafi sjálf­ur topp­ur­inn á stöng­inni rek­ist í lín­una með þeim af­leiðing­um að maður­inn fékk á sig tals­vert högg og varð fyr­ir raf­losti. Um sé að ræða stöng úr grafítefni sem leiði raf­magn mjög vel.

„Ég man ekki eft­ir öðru eins,“ seg­ir Gunn­ar jafn­framt.

Strax var hringt á sjúkra­bíl en svo vildi til að einn úr hópn­um er lækn­ir að sögn Gunn­ars, sem hlúði að fé­laga sín­um.

Gunn­ar seg­ir að sá slasaði hafi verið með meðvit­und þegar sjúkra­bíll­inn kom á vett­vang, og var hon­um ekið með for­gangi á slysa­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert