Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að súkkulaðihúðaður lakkrís sé „eins íslenskur og jöklarnir og álfarnir, eldfjöll og fossar. Ekkert danskt hér, með fullri virðingu.“
Í tísti hvetur Guðni sína kæru vini í Danmörku frekar til að setja súkkulaði á smurbrauð eða steikt svínakjöt, sem er þeim svo kært. „Það gæti verið eitthvað.“
Í liðinni viku sagði mbl.is frá því, að fullyrðingar danska lakkrísframleiðandans Johans Bülow um að hugmyndin að súkkulaðihjúpuðum lakkrís hefði komið frá honum, væru „dauðans della“, að sögn framkvæmdastjóra sælgætisframleiðandans Kólus. Svo virðist sem að forseti Íslands taki í sama streng.
Chocolate-coated liquorice is as Icelandic as glaciers and elves, volcanoes and waterfalls. Nothing Danish there, with all due respect. Try instead putting chocolate on your beloved smørrebrød or stegt flæsk, dear friends in Denmark. That could be something.
— President of Iceland (@PresidentISL) September 6, 2022