„Ekkert danskt hér, með fullri virðingu“

Ekki fylgir sögunni hvort forsetinn eigi lakkrísbindi inni í skáp.
Ekki fylgir sögunni hvort forsetinn eigi lakkrísbindi inni í skáp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, seg­ir að súkkulaðihúðaður lakk­rís sé „eins ís­lensk­ur og jökl­arn­ir og álfarn­ir, eld­fjöll og foss­ar. Ekk­ert danskt hér, með fullri virðingu.“

Í tísti hvet­ur Guðni sína kæru vini í Dan­mörku frek­ar til að setja súkkulaði á smur­brauð eða steikt svína­kjöt, sem er þeim svo kært. „Það gæti verið eitt­hvað.“

Í liðinni viku sagði mbl.is frá því, að full­yrðing­ar danska lakk­rís­fram­leiðand­ans Johans Bülow um að hug­mynd­in að súkkulaðihjúpuðum lakk­rís hefði komið frá hon­um, væru „dauðans della“, að sögn fram­kvæmda­stjóra sæl­gæt­is­fram­leiðand­ans Kólus. Svo virðist sem að for­seti Íslands taki í sama streng. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert