Hildur segir sig úr stjórn OR

Hildur Björnsdóttir
Hildur Björnsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að færa sig úr stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í stjórn Faxaflóahafna. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, tekur við sæti Hildar í stjórn OR.

Þetta staðfestir Hildur í samtali við mbl.is.

Hildur segir að lengi hafi staðið til að hún myndi færa í sig úr stjórn OR og í stjórn Faxaflóahafna á nýju kjörtímabili. Hún hafi þó ákveðið að flýta því til að fyrirbyggja mögulega hagsmunaárekstra, en eiginmaður Hildar, Jón Skaftason, tók nýverið sæti í stjórn fjarskiptafélagsins Sýnar. Hún hafi sagt sig úr stjórn OR strax í kjölfar stjórnarkjörs í Sýn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert