Sumarið hefur verið kalt, sér í lagi þegar sumur þessarar aldar eru skoðuð. Mjög hlýir dagar hafa verið fáir. Þetta kemur fram í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar þegar skoðaðir eru sumarmánuðirnir þrír, júní, júlí og ágúst. September telst til veðurstofusumarsins og hann hefur verið mildur það sem af er.
Meðalhiti í Reykjavík var 10,1 stig sumarmánuðina þrjá, sem er 0,7 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sumarið (júní til ágúst) í Reykjavík var það næstkaldasta á þessari öld. Kaldara var sumarið 2018. En á langa listanum er meðalhiti sumarmánaðanna þriggja í 84. til 85. sæti á lista 152 ára. Hæsti hiti sumarsins í Reykjavík er aðeins 17,9 stig.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.