Kalla þurfti út þyrlu landhelgisgæslunnar rétt fyrir fjögur vegna skyndilegra veikinda upp á Kjalvegi á miðhálendinu.
„Þetta var sjúkraflug vegna veikinda upp á Kjalvegi. Þyrla var kölluð út rétt fyrir fjögur og lenti um kl. 17:45 með sjúklinginn,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar.
Ekki var ljóst hvort aðilinn hafi verið á göngu um hálendið eða hvort hann hafi verið á bíl.