Víða eyður í hillum Kvikmyndasafnsins

30 ár eru nú síðan myndin Karlakórinn Hekla var frumsýnd. …
30 ár eru nú síðan myndin Karlakórinn Hekla var frumsýnd. Frumefni hennar er glatað og því fá landsmenn aldrei að sjá Ladda með þetta eftirminnilega tagl í fullum gæðum.

Mikilvægt er að tryggja að íslenskar kvikmyndir séu rétt varðveittar til framtíðar. Til að öruggt sé að svo verði er rétt að festa í lög að styrkir til kvikmyndagerðar fáist ekki greiddir nema lokaskil hafi farið fram til Kvikmyndasafns Íslands. Þetta er mat Þóru Ingólfsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands.

Um tveir áratugir eru síðan lögfest var að skila þyrfti kvikmyndum sem gefnar hafa verið út til sýningar í kvikmyndahúsum, í sjónvarpi, á diskum eða á neti eins og það er orðað.

Flestir framleiðendur standa skil á sínu efni en ýmsar eyður er þó að finna í hillum safnsins, bæði frá fyrri tíð og síðustu árum, enda eru engin viðurlög ef misbrestur verður á skilum.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert