Áfram hlýtt í veðri

Víða er spáð bjartviðri.
Víða er spáð bjartviðri.

Áfram er spáð hlýju veðri að deginum næstu daga en útlit er fyrir norðan áttir um helgina og kólnandi veður. Í dag er spáð 10 til 20 stiga hita, hlýjast suðvestanlands í dag, en fyrir norðan á morgun.

Þá er í dag spáð hægri breytilegri átt og víða bjartviðri, sums staðar verða þó þokubakkar við sjávarsiðuna og dálítið rigning suðaustantil síðdegis.

„Á morgun nálgast lægð með úrkomusvæði af Grænlandshafi og fer þá að rigna við vesturströndina og síðar einnig sunnan til. Annars bjart með köflum og þurrt að kalla,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Spáð er austan- og suðaustankalda á föstudag og víða rigningu en hægara og bjart verður á Norðausturlandi.

Veður á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert