Bilun í sms-kerfi Veitna

Lokað var fyrir heita vatnið í Vesturbæ Reykjavíkur.
Lokað var fyrir heita vatnið í Vesturbæ Reykjavíkur. mbl.is/Heiddi

Nokkrum íbúum í Vesturbæ Reykjavíkur brá heldur í brún þegar búið var að loka fyrir heita vatnið án þeirrar vitneskju. Íbúum barst ekki tilkynning um lokunina fyrr en um miðja nótt og þá að þrýstingur yrði lægri en hvergi kom fram að heitt vatn hefði verið tekið af.

Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að bilun í sms-kerfi Veitna hafi valdið því að ákveðinn hluti íbúa hafi fengið tilkynningu um miðja nótt.

„Við vorum með skipulagða lokun í gær þar sem við vorum í viðgerðum og átti lokunina að ná yfir ákveðið svæði í Vesturbænum. Upplýsingar voru sendar til allra íbúa á svæðinu í tölvupósti, skilaboðum og inn á íbúasíðu hverfisins. Það kemur síðan í ljós eftir ábendingar frá íbúum að þrýstingur er að falla á heitu vatni utan þess svæðis sem lokunin náði til. Þá var brugðið á það ráð að upplýsa íbúa á því svæði en síðan gerist eitthvað í sms kerfinu sem sem seinkar þessum skilaboðum og þau berast til íbúa um miðja nótt,“ segir Ólöf í samtali mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert