Göngum í skólann 2022 sett í morgun

Göngum í skólann 2022 fór fram í morgun.
Göngum í skólann 2022 fór fram í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Göngum í skólann 2022 var sett í Melaskóla í morgun að viðstöddum góðum gestum. Í ár tekur Ísland þátt í 16. skipti í verkefninu en það hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi.

Í tilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir að Harpa Reynisdóttir, skólastjóri hafi boðið nemendur og gesti velkomna. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands tók síðan við, flutti stutt ávarp og stjórnaði dagskrá. Fleiri góðir gestir fluttu ávörp: Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Sigurður Ingi Jóhanssson innviðaáðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Að lokum lék Lalli töframaður listir sínar fyrir viðstadda sem skemmtu sér konunglega áður en aðstandendur verkefnisins, ráherrar, ríkislögreglustjóri, nemendur, starfsfólk og aðrir gestir gengu verkefnið formlega af stað.

Göngum í skólann var sett í Melaskóla í morgun að …
Göngum í skólann var sett í Melaskóla í morgun að viðstöddum góðum gestum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert