Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í kvöld aðila, sem sagður var hafa verið að tæla börn í hverfi 110. Var hann færður í fangageymslu og er málið í rannsókn.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í kvöld. Er þar einnig greint frá aðila sem var með hníf á lofti í hverfi 105. Er lögreglu bar að garði var viðkomandi farinn af vettvangi en gaf sig fram nokkru síðar. Var viðkomandi handtekinn og færður í fangaklefa, og er málið í rannsókn.
Þá var innbrot í bifreið í miðbænum og tilkynnt um unglinga að gera dyraat í Vesturbænum.
Í Garðabæ var tilkynnt um heimilisofbeldi. Var einn aðili handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Þá var tilkynnt um hugsanlegt mengunarslys í Kópavogstjörn, þar sem olía var að leka úr röri. Er málið í rannsókn.