Handteknir vegna slagsmála með hnífum

73 mál komu á borð lögreglunnar í nótt.
73 mál komu á borð lögreglunnar í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir voru handteknir í nótt eftir að lögregla fékk tilkynningu um aðila sem voru að beita hnífum gegn hvor öðrum í verslun í miðborginni. Annar þeirra er í haldi vegna málsins þar sem ekki var hægt að ræða við hann sökum vímuástands. Hinum var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Segir í dagbók lögreglu að í ljós hafi komið að hnífarnir hafi verið notaðir til að ógna með. Þá voru minniháttar áverkar á einstaklingunum en þeir voru eftir hnefa þeirra.

72 önnur mál komu á borð lögreglu í nótt. Nokkuð var um innbrot en í gærkvöldi var meðal annars tilkynnt um innbrot í bílskýli í Breiðholti þar sem munum var stolið úr bifreið.

Brotist inn í söluturn og skemmtistað

Þá var brotist inn í söluturn í Garðabæ og lítilræði stolið og brotist var inn á skemmtistað í austurborginni og áfengi stolið. Auk þess er einn í haldi lögreglu vegna innbrots á Smiðjuvegi í Kópavogi. Sá reyndist vopnaður og hafði fíkniefni og muni, sem taldir eru vera þýfi, í fórum sínum.

Nokkrir voru handteknir í nótt vegna fíkni- og ölvunaraksturs. Einn þeirra ók á umferðarmannvirki og stakk af.

Lögreglan lagði einnig hald á rafvopn, fíkniefni og hnífa á heimili í Hafnarfirði.

Alls gistu fimm fangageymslur og kemur fram í dagbók lögreglu að sumir þeirra eigi fleir en eitt brot vegna þeirra mála sem komu upp í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert