Hraunmoli með gylltri útfellingu, sem eldfjallafræðingurinn Dr. Evgenia Ilyinskaya fann á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli fyrir um viku síðan reyndist vera þakinn málningu með gljásteini. Var því velt upp hvort um gull hafi verið að ræða.
Evgenia segist forvitin að vita hver hafi verið að verki en gosstöðvarnar hafa verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna, athafnafólks og ekki síst listamanna.
Beautiful lava forms in Fagradalsfjall 2022 flows. Including... gold? Fool's gold? I've not seen this before, any thoughts from mineralogy experts pic.twitter.com/1qLO3iYVDw
— Dr. Evgenia Ilyinskaya (@EIlyinskaya) September 2, 2022
„Ef þið voruð að velta fyrir ykkur hvort þetta hafi verið gull þá er svarið nei, því miður,“ tísti hún í kvöld. Ekki hafi verið útlit fyrir að um málningu hafi verið að ræða, jafnvel undir smásjá steindafræðings nokkurs, sem taldi ólíklegt að um málningu væri að ræða.
Evgenia ræddi um fundinn við DV fyrir um viku síðan en þá var næst á dagskrá að skoða sýni úr hraunmolanum í öreindasmásjá, sem myndi greina frumefnið.
„Öreindasmásjáin sér í gegnum þetta,“ skrifaði hún. Hraunið var frá gosinu í Fagradalsfjalli vorið 2021 og því ekki ólíklegt að listamaður hafi verið að verki.
If you were interested in only knowing whether it was gold: I'm sorry to disappoint you that it wasn't. For others, read on 🧵
— Dr. Evgenia Ilyinskaya (@EIlyinskaya) September 7, 2022