Karlmaður á þrítugsaldri sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á innflutningi á 5.000 töflum af OxyContin hefur verið látinn laus.
Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við að rannsókn málsins miði vel.
Gæsluvarðhald yfir manninum rann út í dag.
Tveir menn voru á sínum tíma handteknir í aðgerðum lögreglu vegna málsins og annar þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald.