San Francisco-ballettskólinn er einn sá þekktasti sinnar tegundar í heiminum og mun færri fá þar inngöngu en sækjast eftir því. Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi ballettdansaraflokks skólans, bauð Loga Guðmundssyni, 16 ára nemanda í Listdansskóla Íslands, á fjögurra vikna námskeið í SF-skólanum í sumar. Í kjölfarið var honum boðið að stunda þar nám í vetur sér að kostnaðarlausu.
„Ég ætlaði að fara í Ballettskóla Amsterdam í Hollandi í haust en þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar þegar ég fékk þetta boð,“ segir Logi en hann er fyrsti íslenski karlmaðurinn til að fá inngöngu.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.