Snekkjan Sherpa, sem er í eigu auðjöfursins Sir Jims Ratcliffes, liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn.
Ratcliffe er stærsti einstaki landeigandi á Íslandi og ríkasti maður Bretlandseyja.
Sherpa er metin á 100 milljónir bandaríkjadala, eða um 14 milljarða króna, að sögn Superyactfan. Snekkjan er 73,6 metra löng og er í 236. sæti yfir þær stærstu í heimi. Hún var smíðuð af Feadship í Hollandi árið 2018.
Ratcliffe á aðra snekkju sem nefnist Hampshire II og var hún einnig smíðuð af Feadship. Hún er metin á 150 milljónir bandaríkjadala, eða um 21,5 milljarða króna.
Í síðasta mánuði var greint frá því að Ratcliffe hefði áhuga á að eignast enska knattspyrnuliðið Manchester United. Fyrir á hann franska knattpsyrnuliðið Nice og hjólreiðafélagið Ineos Grenadiers.