Nálar og drasl liggja lengi í borgarlandi

Öskjuhlíð er að líkindum eitt vinsælasta græna svæði borgarinnar. Þar …
Öskjuhlíð er að líkindum eitt vinsælasta græna svæði borgarinnar. Þar er svona umhorfs. mbl.is/Kristján H. Johannessen

Á einu vinsælasta græna svæði Reykjavíkurborgar, Öskjuhlíð, má finna tjaldbúðir hvar heimilislausir vímuefnaneytendur hafast við. Meðfylgjandi ljósmynd sýnir tjald sem yfirgefið var fyrir allnokkru.

Tjaldið er ofan í einni gryfjunni sem grafin var í hlíðina fyrir eldsneytistanka á tímum seinna stríðs. 

Þegar blaðamaður gekk fram á tjaldið sl. mánudag voru börn að leik þar við. Allt í kringum tjaldið og inni í því lágu notaðar sprautunálar, umbúðir utan af lyfjum, matarafgangar og fleira. Þykir allt benda til þess að tjaldið hafi legið á svæðinu dögum og jafnvel vikum saman án þess að vekja athygli borgarinnar sem þó sér um að hirða Öskjuhlíð.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert