Nýjar útgáfur bóluefna gegn Covid-19 sjúkdómnum frá Pfizer/BioNTech og Moderna eru væntanlegar til landsins. Miðað við afhendingaráætlun er líklegt að þau taki við af eldri bóluefnum fyrir allar örvunarbólusetningar fyrir 12 ára og eldri fyrir áramót.
Upprunalegu bóluefnin verða áfram notuð fyrir grunnbólusetningar en ekki er búið að staðfesta að þau nýju séu jafnvirk þeim eldri við þá noktun.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti landlæknis þar sem m.a. finna má leiðbeiningar sóttvarnalæknis um notkun bóluefna gegn Covid-19 frá 15. september.
Greint var frá því í síðustu viku að 60 ára og eldri yrðu senn boðaðir í fjórðu bólusetninguna gegn Covid-19.
Í tilkynningu landlæknis kemur fram að einnig yrðu þeir boðaðir sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum vegna Covid-sýkingar og að mælt yrði með örvunarbólusetningu fyrir heilbrigðisstarfsmenn ef lengra er liðið en sex mánuðir frá síðasta skammti.
Er það gert til þess að draga úr veikindum hjá þeim hópi og smitdreifingu innan stofnana eins og kostur er.
Í tilkynningu landlæknis kemur einnig fram að mælt verði með því að inflúensubóluefni og Covid-19 bóluefni verði gefin áhættuhópum samhliða ef að a.m.k. fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu Covid-bólusetningu.
Áhættuhópar sem eru í forgangi fyrir bæði inflúensu- og COVID-19 bólusetningar eru eftirfarandi: