Spænskur veiðimaður sagður á batavegi

Haustbirta við Eystri-Rangá.
Haustbirta við Eystri-Rangá. mbl.is/Árni Sæberg

Líðan veiðimanns­ins sem fékk raf­lost er hann var að veiða í Eystri-Rangá í gær er nokkuð góð og virðist bet­ur hafa farið en á horfðist.

Þetta seg­ir Gunn­ar Guðjóns­son, yf­ir­leiðsögumaður á svæðinu.

Maður­inn er spænsk­ur og var hluti af 14 manna hópi Spán­verja sem var að veiða í ánni. Með hon­um á svæðinu þar sem hann slasaðist voru þrír aðrir, ásamt leiðsögu­manni. Sum­ir í hópn­um hafa veitt í ánni í yfir 20 ár og hef­ur sá sem slasaðist áður veitt þar.

Allt að 10 metra lang­ar stang­ir

Að sögn Gunn­ars eru raf­magns­lín­ur í um átta metra hæð frá jörðu yfir þrem­ur af níu veiðisvæðum í ánni, eða svæðum sex til átta sem eru í efri hluta ár­inn­ar. Um­rædd­ur maður hélt á veiðistöng af gerðinni Telescope, sem geta verið allt að tíu metra lang­ar.

„Hann held­ur á henni og reis­ir hana upp. Það er eng­inn Íslend­ing­ur sem not­ar svona stang­ir en þú get­ur lengt og stytt þær eft­ir því hvernig þú ert að veiða,“ grein­ir Gunn­ar frá.

Svona ger­ist ekki aft­ur

Spurður út í viðbrögð um­sjón­ar­manna ár­inn­ar við slys­inu seg­ir hann að vita­skuld þurfi að passa upp á að svona lagað ger­ist ekki aft­ur, sér­stak­lega ef menn eru með veiðibúnað sem þenn­an.

Hann seg­ir veiðimenn yf­ir­höfuð vita af hætt­unni vegna raf­magn­lína og há­spennu­merk­ing­ar séu á þeim. Spán­verj­arn­ir hafi vitað af hætt­unni. Þetta hafi ein­fald­lega verið slys. „Veiðimenn fá veiðileyfi og veiða við fullt af ám á Íslandi en það eru raf­magns­lín­ur úti um allt. Flest­ir Íslend­ing­ar átta sig hætt­unni við há­spennu­lín­ur.“

Gunn­ar tek­ur fram að raflín­ur verði lagðar í jörð á svæðinu á næstu mánuðum og þá verði vanda­málið úr sög­unni.

Ekki verið rætt við mann­inn

Lög­regl­an á Suður­landi rann­sakaði vett­vang­inn í gær og hef­ur hún lokið störf­um á svæðinu. Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, seg­ir rann­sókn enn vera í gangi en reikn­ar ekki með að hún verði flók­in. 

„Hann rek­ur bara stöng­ina upp í lín­una og í sjálfu sér er ekk­ert margt um það að segja,“ seg­ir hann. Ekki hef­ur verið rætt við mann­inn og óvíst er hvenær það verður gert. Fer það eft­ir heilsu hans.

Aðspurður kveðst Odd­ur jafn­framt aldrei áður hafa heyrt um mál af þessu tagi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert