Taka 230 prentara úr vörslum LSH

Alls þarf spítalinn að afhenda Kviku banka 258 prentara.
Alls þarf spítalinn að afhenda Kviku banka 258 prentara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls hafa 230 prentarar verið teknir úr vörslum Landspítalans með beinni aðfarargerð og þeir afhentir Kviku banka hf., sem sótti dómsmál fyrir hönd Lykils fjármögnunar. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítala.

Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þessa efnis þann 28. ágúst síðastliðinn en alls verður spítalinn að afhenda Kviku 258 prentara.

Kvað Kvika tilraunir sínar til þess að fá umrædd tæki afhent ekki borið árangur og viðbrögð Landspítala við þeim tilraunum hafa borið þess merki hann hygðist hvorki kaupa tækin né vildi leigja þau út á grundvelli kaupleigusamnings, að því segir í dóminum.

Fór í þrot í lok desember

Lykill fjármagnaði kaup á prenttækjunum fyrir Optima hf. í tengslum við rammasaming sem fyrirtækið hafði gert við Landspítalann um prentþjónustu. Optima hf. var tekið til gjaldþrotaskipta þann 1. desember 2021 en í kjölfarið hafði umráðaréttur félagsins og Landspítalans yfir tækjunum fallið niður. 

Aðfararfrestur rennur út á föstudaginn að sögn Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans. Ný tæki hafa leyst þau gömlu af hólmi og hefur þegar verið samið við nýjan þjónustuaðila.

„Spítalinn reyndi að semja við Kviku,“ segir Andri en Kvika hafi viljað að spítalinn myndi afhenda prentarana strax eða kaupa þá strax, sem hann hafnaði. Mun spítalinn að óbreyttu skila öllum tækjunum fyrir föstudaginn næstkomandi. „En það er mikilvægt að geta þess að spítalinn hefur samið við nýjan þjónustuaðila og komið nýjum tækjum fyrir,“ segir hann að endingu.

Spítalanum var meðal annars gert að skila 51 prentara af …
Spítalanum var meðal annars gert að skila 51 prentara af gerðinni Ricoh MP402SPF.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert