Umferð hleypt á 4 km kafla

Nýi kaflinn sem verður opnaður á morgun.
Nýi kaflinn sem verður opnaður á morgun. Ljósmynd/Vegagerðin

Umferð verður hleypt á nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut og nýjan kafla Suðurlandsvegar á morgun, fimmtudag, á milli klukkan 15 og 16.

Kaflinn nær frá hringtorginu um fjóra kílómetra í átt að Hveragerði, að sögn Vegagerðarinnar.

Verkinu í heild á að ljúka í september á næsta ári samkvæmt útboði og verksamningi en vegna þess að verkið er nokkuð á undan áætlun er útlit fyrir að umferð verði hleypt á allan veginn á milli Hveragerðis og Selfoss fyrir lok þessa árs. Gera má ráð fyrir einhverjum frágangi fram eftir næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert